::: Voldumvej 80

sunnudagur, febrúar 09, 2003  

::: Sitt af hverju tagi
Einhverra hluta vegna eru nokkrir dagar farnir að líða milli færslna hér á blogginu. Þetta stendur vonandi til bóta. Við fórum aftur á skauta í dag og Sigurveig er að verða ansi liðug á þeim vettvangi. Reyndar líður alltaf nokkur tími milli skautaferða en þetta er allt að koma hjá henni. Vill halda í okkur en þarf þess alls ekki.

Við fórum í afmælisveislu hjá Ingu Steinunni á föstudagskvöld og fengum barnapíu handa Sigurveigu í fyrsta sinn í vetur! Barnapíurnar urðu tvær, Sóley frænka og Þóra vinkona hennar. Sóley fór aftur í afmæli í gærkvöldi, nú hjá Heiðu Valgeirs, sem einnig spilar handbolta með Rødovre. Fyrst að liðið er nefnt á nafn þá ber þess að geta að það tapaði enn einum leiknum í gær, markmanninum knáa til mikillar armæðu!

posted by Thormundur | 18:56
Myndir
Gestabók
Bloggarar
Barnavefir
Greinasafn