::: Voldumvej 80

föstudagur, febrúar 28, 2003  

::: Myndir, myndir og fleiri myndir
Við erum búin að setja inn fullt af nýjum myndum á myndavef fjölskyldunnar. Fyrstar má telja myndirnar frá Þýskalandi sem eru í tveimur hlutum. Þá eru einnig komnar myndir úr heimsókn afa Dóra í janúar og frá jólahaldi hér á Voldumvej.

Eitt í viðbót. Sigurveig fékk í dag sendan bolluvönd frá ömmu Sólveigu og afa Jónatan. Hún var mjög ánægð með vöndinn en foreldrarnir eru hins vegar fórnarlömb gjafarinnar! Hún æfði sveifluna af miklum krafti í allan dag og það er eins gott að sófinn okkar er mjúkur.

posted by Thormundur | 22:14
Myndir
Gestabók
Bloggarar
Barnavefir
Greinasafn