::: Voldumvej 80

fimmtudagur, október 23, 2003  

::: Stuttfréttir
Allt gott að frétta héðan frá fjölskyldunni á Voldumvej. Sigurveig er komin á fullt aftur í skólann eftir vetrarfrí. Hún eyðir flestum stundum sínum hérna heima í að teikna, skrifa, syngja og leika í Barbie. Hún stækkar óðfluga enda verður daman bráðum 6 ára. Við fengum ánægjulegt símtal frá pabba um daginn - frá Flórída. Hann boðaði komu sína í afmælið! Sigurveig veit það ekki ennþá - þetta verður sjálfsagt besta afmælisgjöfin sem hún fær í ár. Við hlökkum mikið til.

Það er reyndar ekki eina heimsóknin sem við eigum von á. Vala og Jói koma 13. nóvember. Það verður frábært að fá þau í heimsókn og fá að dekra við þau. Hrabbý, Valur og ungarnir koma síðan 13. desember. Þau verða sett í sama dekurpakkann. Munu þessar heimsóknir einkennast af miklu kjafti, áti og skemmtun. EKki leiðinlegt. Set hér með "opinberlega" pressu á Elísabetu systur að finna sér helgi til að koma í húsmæðraorlof hingað til Køben.

Hér er orðið mjög kalt og allir farnir að hjóla, ganga um og hlaupa með húfu, trefil og vettlinga. Á svona stundum gæti maður vel hugsað sér að eiga bíl - en hins vegar er ég afar fegin þegar ég tek hjólið mitt út úr hjólageymslunni, sest á heitan hnakkinn og hjóla síðan fyrst fram hjá bílum sem þarf að skafa og síðan fram hjá bensínstöðinni þar sem allir eru að taka bensín. Þá er miklu betra, ódýrara og síðast en ekki síst heilsusamlegra að hjóla.

posted by Soley | 17:19
Myndir
Gestabók
Bloggarar
Barnavefir
Greinasafn