::: Voldumvej 80

sunnudagur, janúar 04, 2004  

::: Komin heim
Ótrúlegt hvað tíminn getur verið fljótur að líða. Nú er ég komin aftur til Danmerkur - er alein í kotinu þangað til á miðvikudaginn þegar Sigurveig og Þórmundur koma frá Íslandi.

Það má nú segja að það sé hálfgerð heppni að ég sé yfirleitt stödd í Danmörku núna. Frá því að við keyptum farmiðana í júlí til að komast heim um jólin stóð ég í þeirri meiningu að ég ætti kvöldflug til Køben 4. janúar. Klukkan 01:00 í nótt kíkti minn elskulegi eiginmaður á flugmiðann og viti menn - ég átti flug klukkan 08:00. Ég sem var komin upp í rúm og var að lesa rauk á fætur, hringdi í mömmu og Elísabetu sem ætluðu að keyra mig og síðan klæddi ég mig aftur og skaust til tengdó til að kveðja þau. Og þegar ég kom aftur á Holtsgötuna klukkan 02:30 í nótt kláruðum við að pakka niður. Þvílík meinloka í mér! En ég er allavega komin heim á Voldumvej!

Við höfðum það virkilega gott á jólunum á Íslandi. Eyddum að sjálfsögðu miklum tíma í faðmi fjölskyldu og vina í hverju jólaboðinu á fætur öðru. Milli allra boðanna - þar sem maður belgdi sig út af mat - skrapp ég á æfingu, bæði hjá Stjörnunni og Val (allt eftir því hvað passaði betur við matarboðin ;)). Gaman að hitta skvísurnar aftur og hlaupa af sér nokkrar hitaeiningar. En núna tekur við mánuður hollustu - fiskur og grænmeti í öll mál!

Takk til allra heima fyrir frábærar samverustundir um jólin!

posted by Soley | 20:53
Myndir
Gestabók
Bloggarar
Barnavefir
Greinasafn