::: Voldumvej 80

mánudagur, febrúar 16, 2004  

::: Mamma á leiðinni!
Jibbí, á morgun kemur mamma til okkar. Það verður frábært að hafa hana hérna hjá okkur fram á sunnudag. Sigurveig er í vetrarfríi í skólanum og hefur því góðan tíma með ömmu sinni.Einn af kostunum við að búa í útlöndum er að sá tími sem maður hefur með fjölskyldumeðlimum sem koma í heimsókn er nýttur til hins ýtrasta. Fimm dagar með mömmu heima hjá sér er bara snilld - við erum líka svo einstaklega góðar vinkonur og getum spjallað endalaust. Við eigum væntanlega eftir að gera margt skemmtilegt saman - við getum sem sagt varla beðið eftir henni.

Í kvöld kom Valgeir vinur okkar í mat. Hann er á leiðinni á klakann á morgun eftir helgarferð hér í Køben. Við borðuðum góðan mat saman og spjölluðum svo um heima og geima. Á meðan hlustuðum við á nýja diskinn hennar Noruh Jones sem Þórmundur gaf mér í síðustu viku. Hún er náttúrulega alveg frábær söngkona. Var að lesa að hún ætlaði að leita sér sálfræðihjálpar, hún er ekki alveg að höndla þessar vinsældir sínar - hún sem hvorki getur dansað né hefur hugsað sér að sýna naflann sinn (segir hún sjálf). Diskurinn hennar fær toppeinkunn eins og sá fyrri.

Lítið að frétta úr boltanum að þessu sinni. Áttum frí um helgina í fyrsta skipti í langan tíma. Við erum í 7. sæti og þurfum helst að koma okkur upp í það 6. til að losna við umspil. Ég hef verið slæm í hásininni - hef verið einstaklega óheppin með meiðsli í vetur (ég veit ég er orðin of gömul í þetta!) - en jafna mig vonandi fljótt. Keppum í bikarkepninni á fimmtudaginn á móti Nykøbing/Falster og svo á móti Ajax í deildinni á sunnudaginn. Áfram Rødovre!!!

Smá brandari úr vinnunni minni. Þegar ég fékk heilahristinginn um daginn kom mamma eins stráks á deildinni minni til mín og sagði að hann hefði komið í öngum sínum heim og sagt: "Mor, Sóley har fået hjernestop!"

posted by Soley | 23:51
Myndir
Gestabók
Bloggarar
Barnavefir
Greinasafn