::: Voldumvej 80

fimmtudagur, apríl 29, 2004  

::: Loksins er partýið búið!
Loksins er ég komin heim úr frábæru partýi! :-) Það má með sanni segja að við Rødovre-píur höfum skemmt okkur vel um síðustu helgi. Mjög danskt partý í alla staða - og þar af leiðandi mjög að skapi mínu. Í upphafi var okkur skipt í fjögur lið og svo hófst keppni í hinum ýmsu greinum. Við byrjuðum á því að höggva eldivið, síðan negldum við nagla í trjábol, spiluðum pílukast, spurningakeppni og punkturinn yfir i-ið var karókí keppni milli liða. Mitt lið mátti því miður státa sig af lélegustu frammistöðunni í karókíi en unnum aftur á móti góðan sigur í samanlagðri keppni í fyrstu þremur greinunum. Að sjálfsögðu var góður matur á boðstólnum og hópurinn gaf sér góðan tíma til að gæða sér á honum. Síðan voru þjálfarar, liðstjóri og sjúkraþjálfari leystir út með gjöfum. Sárabandsgjöfin féll vel í kramið. Síðan kom í ljós að Morten fys eins og við köllum hann er kominn með samning við Slagelse og verður hann þar með sjúkraþjálfari þeirra skvísa á næsta ári. Gott að hann geti notað alla reynsluna úr mínum meðferðum á stjörnum eins og Camillu Andersen. ;-) Hann átti þessa stöðu frábærlega skilið enda frábær sjúkarþjálfari. Seinni hluta kvöldsins þarf vart að lýsa. Dúndrandi stuð í takt við gömul dönsk Júróvisíjón lög. Við Heiða fengum eitt íslenskt júróvisíjon lag, tell me..(man ekki meir)og sungum af mikilli innlifun. Sem sagt geggjað partý! Áframhaldandi partýstand á liðinu er síðan á laugardaginn en þá er haldið lokahóf fyrir allan klúbbinn. Sem sagt, rosa fjör í Rødovre Håndbold Klub.

Ég fór með Sigurveigu í foreldraviðtal á miðvikudaginn. Að þessu sinni voru viðtölin líka fyrir krakkana. Hún fékk toppeinkunn frá kennurunum, stendur sig eins og hetja þessi elska. Þeim finnst yndislegt hvernig hún kemur brosandi inn í stofuna á morgnana og segja að gleði hennar smiti krakkana í bekknum um leið. Hún er mjög vandvirk og tekur þátt í öllu sem bekkur tekur sér fyrir hendi. En Bjarne kennarinn hennar sagðist samt vera mjög fúll út í hana og fjölskyldu hennar - af því hún væri að flytja. Þá sagði Sigurveig: "Ég veit það, það munu allir sakna mín alveg rosalega mikið!"

Jæja, nú ætla ég að fara að drífa mig að horfa á Sex and the City. Læt heyra í mér fljótt aftur.


posted by Soley | 22:10
Myndir
Gestabók
Bloggarar
Barnavefir
Greinasafn