::: Voldumvej 80

fimmtudagur, júní 03, 2004  

::: Ég er hérna ennþá!
Já það er langt síðan ég hef sest niður og gefið mér tíma til að blogga. Ég verð víst að viðurkenna að sólin og góða veðrið hefur aðeins meira aðdráttarafl en tölvan en nú koma smá fréttir af okkur mæðgum.

Sumarið er svo sannarlega komið hérna í Danmörku. Það þýðir að Sigurveig leikur sér úti allan daginn og þá meina ég allan daginn. Mitt helsta hlutverk er þá að hafa mat tilbúinn á borðum þegar hún kemur inn, setja hana í bað á kvöldin og lesa sögu fyrir svefninn. Hún er þó alltaf dugleg að æfa sig að lesa og lesum við því samviskusamlega öll kvöld. Ég eyði miklum tíma á svölunum góðu og síðan fer ég reglulega út að hlaupa. Þá eru nágrannarnir svo indælir að fylgjast með Sigurveigu á meðan. Ég mæti nú líka enn í vinnuna en þar verður minn síðasti vinnudagur 18. júní.

Um helgina verður nóg að gera. Ég, Trine vinkona og mamma hennar ætlum að hjóla Tøse-Runden á laugardaginn. Það eru 112 km sem við eigum að hjóla. Við hjóluðum nú 184 km síðasta sumar þannig að þetta verður örugglega létt og löðurmannlegt ;-). Á sunnudaginn ætlum við að taka þátt í hlaupi, Farum Søløb og kýlum þar á 14 km. Við erum búnar að æfa okkur vel, prófuðum m.a. að hlaupa sömu vegalengd í síðustu viku. Það gekk mjög vel þannig að við ættum að geta staðið okkur með sóma. Sigurveig fær að gista hjá Kristine vinkonu minni frá föstudegi til laugardags þar sem við tökum hjóladaginn afar snemma. Á meðan við hlaupum á sunnudaginn fær hún að leika á leikskvæði í Farum þar sem boðið er upp á barnapössun. Það verður sem sagt nokkrum kaloríum brennt um helgina!

Sem betur fer kemur svo heittelskaður eiginmaður og pabbi til okkar á þriðjudaginn. Hann verður settur í fulla vinnu við að nudda þreyttar tær og auma vöðva :-). Í þetta skipti kemur hann til að taka þátt í kveðjuveislu fyrir bekkinn hennar Sigurveigar sem við höldum á miðvikudaginn. Heimsóknin verður stutt að þessu sinni, hann fer aftur á fimmtudaginn. En við hlökkum rosalega mikið til. Bara fimm dagar þangað til ...

Læt þetta duga í bili, þarf að drífa mig í vinnuna. Ha' det rigtig godt!

posted by Soley | 08:24
Myndir
Gestabók
Bloggarar
Barnavefir
Greinasafn