::: Voldumvej 80

þriðjudagur, júlí 08, 2003  

::: Manstu?
Allt gott að frétta. Við höfum verið dugleg að hitta fólk og skemmta okkur. Ég er reyndar kominn í nokkurs konar sumarvinnu - sem er hið besta mál. Svo eru bara tveir dagar í Sóleyju. Margar heimsóknir okkar bíða komu hennar.

Við fórum í afmæli til Helgu Jóhönnu í gærkvöldi í Keflavík. Hún átti stórafmæli en ég man þó ekkert hvað hún er gömul, réttara sagt ung. :-) Við náðum sem sagt heilsa upp á allt Oddsgengið og fleiri til. Sigurveig hitti ársgamla Huldu Sóllilju (Gumma og Guðrúnar) og þær náðu afskaplega vel saman. Rétt eins og Elías og Sigurveig þegar þau hittust fyrir helgi. Veislan var auðvitað glæsileg - rækjubrauðtertan klikkaði ekki.

Talandi um veitingar. Maður hefur reynt að bragða á ýmsu íslensku nammi síðustu daga - nema hvað. Rís, Staur, Síríuslengja, bananabitar, Sambó-lakkrísreimar og Appolló lakkrísrúlla er meðal þess sem maður hefur rennt niður með íslenska kókinu. Íslenskt nammi er eiginlega óhæfilega gott.

Sigurveig er dugleg að spyrja mann hvort maður muni ekki eftir þessu eða hinu. Við höfum líka farið á ýmsar gamlar slóðir. Keyrðum til dæmis um Stigahlíðina um helgina en veðrið var ekki nógu gott til að hún gæti leikið í garðinum og hitt gömlu vinina. Í staðinn fórum við að rifja upp hverjir bjuggu hvar: "Manstu ekki hver bjó hérna?" spurði Sigurveig. Hún svaraði sjálf og við fundum hús Söru Margrétar, Úlla og Róberts Snæs. Svo kíkir hún fljótlega í heimsókn Mána, besta vinar síns úr leikskólanum.

Það er nóg að gera. Ekki síst hjá Sigurveigu. Við höfum sofið fimm nætur á Íslandi. Ég hef sofið einn í fjórar nætur.

posted by Thormundur | 22:42
Myndir
Gestabók
Bloggarar
Barnavefir
Greinasafn