::: Voldumvej 80

mánudagur, júlí 14, 2003  

::: Veislumatur á hverjum degi
Það er ákveðinn lúxus að koma heim í sumarfrí frá útlöndum. Maður fær veislumat, næstum því á hverjum degi. Nú er nýlokið matarboði á Bræðraborgarstíg með Brynju og Vatnari. Og margt á döfinni í þessari viku.

Um helgina skelltum við okkur í sumarbústað í Norðurárdalnum. Við skildum rigninguna eftir í Reykjavík og nutum sólar í bústaðnum. Þar var spilað, leikið og grillað - svo var sofið - og síðan aftur spilað, leikið og grillað meira. Sigurveig og Sóley komu í dag en ég fékk far í bæinn með fjölskyldunni úr Lautarsmára í gær.

Sigurveig kom í bæinn, einni tönninni færri. Hin framtönnin í neðri datt úr á laugardag og eftir stendur þetta líka myndarlega skarð.

Fyrir þá sem lesa í Danmörku skal tekið fram að hér er hið besta veður. Gott veður á Íslandi er auðvitað miklu betra en í útlöndum. :-)

posted by Thormundur | 23:53
Myndir
Gestabók
Bloggarar
Barnavefir
Greinasafn