::: Voldumvej 80

miðvikudagur, júlí 23, 2003  

::: Mikið að gera!
Það hefur sannarlega margt á daga okkar drifið síðustu daga. Við höfum farið í brúðkaup, í sumarbústað, heimsóknir og nokkur matarboð. Og öll kvöld fram að brottför eru skipulögð. Ótrúlegt. Framundan eru m.a. tvær sumarbústaðaferðir, matarboð og saumaklúbbur hjá Sóleyju.

Það voru vinir okkar Jóhanna og Pálmi, sem létu pússa sig saman á laugardaginn var í einstöku veðri í Digraneskirkju. Veislan var haldin í félagsheimili Kópavogs. Brúðkaupið var afskaplega skemmtilegt, maturinn frábær og félagsskapurinn skemmtilegur. Þetta var reyndar eitt af þeim brúðkaupum þar sem við þekktum ekkert sérstaklega marga fyrirfram. Ég fékk það mikilvæga hlutverk að taka vídeómyndirnar. Maður vonar bara að þær verði sæmilegar. Við erum einmitt að fara í sumarbústað á eftir með hjónunum - í Úthlíð í Biskupstungum.

Sigurveig hefur fengið að gista hér og þar síðustu daga, m.a. hjá Bjössa og Þóru. Hún skemmtir mjög vel hér á Íslandi og nýtur hverrar mínútu. Þó hefur hún svolítið pláss fyrir "heimþrá" en í gær langaði hana mikið til að heyra í vinkonu sinni Clöru. Við náðum sambandi við Clöru og þær spjölluðu svolítið saman í símanum. Það var svolítið fyndið að Sigurveig ruglaðist pínulítið og spurði hana einnar spurningar á íslensku - en var að öðru leyti fljót að taka upp dönskuna og hreiminn góða.

Annars fór Sigurveig í langa heimsókn til vinkonu sinnar, Söru Margrétar, á mánudag en hún býr einmitt í Stigahlíðinni. Við höfðum skipulagt að hún hitti Söru við gott tækifæri en tilviljunin réði því að í síðustu viku hittust vinkonurnar þrisvar á Austurvelli, ótrúlegt en satt. Sigurveig var hjá Söru allan daginn og léku sér bæði úti (í gamla góða garðinum) og inni.

Við fórum í bæinn á laugardaginn og þá tók Þóra þessar myndir.

posted by Thormundur | 17:59
Myndir
Gestabók
Bloggarar
Barnavefir
Greinasafn