::: Voldumvej 80

þriðjudagur, september 23, 2003  

::: Myrkur um hábjartan dag
Rafmagnsleysið í dag hafði ekki teljanleg áhrif á fjölskyldulífið þótt það hefði varað í rúma sex tíma. Verst var að vera netlaus allan tímann. Ég var reyndar búinn að búa mig undir að borða vatn og brauð bæði í hádegismat og kvöldmat en rafmagnið skilaði sér í tæka tíð fyrir kvöldmat.

Danir eru reyndar svolítið sjokkeraðir yfir því að rafmagnið skuli fara á öllu Sjálandi og lama atvinnulíf og samgöngur. Það hefur ekki gerst síðan 1981. Reyndar var nokkuð heppilegt að þeir gátu skellt skuldinni á Svía þar sem Kaupmannahöfn og restin af Sjálandi er tengt inn á sænska rafmagnsnetið. Vonandi slettist ekkert upp á vinskap þjóðanna eins og í gamla daga. Þá gætu Svíar bara slökkt á Dönum í eitt skipti fyrir öll.

Sigurveig lærði eitt og annað um rafmagn og rafmagnsleysi í dag. Maður reyndi sitt besta að útskýra þetta allt saman. Alvarlegustu áhrifin á hennar líf var að hún missti af barnatímanum klukkan sex. Rafmagnið kom reyndar á aftur um leið og barnatímanum lauk klukkan hálf sjö. Í staðinn fékk hún að horfa á hluta af söngvamyndinni um hana Regínu - í hundraðasta sinn! Sigurveig horfði nokkrum sinnum á hana í síðustu viku þegar hún var lasin.

posted by Thormundur | 23:56
Myndir
Gestabók
Bloggarar
Barnavefir
Greinasafn