::: Voldumvej 80

mánudagur, september 29, 2003  

::: Heimsókn og handbolti
Pabbi og mamma flugu heim í dag eftir nokkurra daga viðdvöl hér í bænum. Þau komu á miðvikudag úr hitanum í Grikklandi og gátu því kælt sig aðeins niður. Sigurveig gat sýnt afa sínum og ömmu skólann sinn þegar þau komu að sækja hana á fimmtudaginn. Og svo gisti hún auðvitað hjá þeim á Livjægergade á Østerbro. Við Sóley nýttum tækifærið og fórum tvö ein í bæinn, út að borða - og svo í bíó. Það er mjög langt síðan við höfum farið saman í bíó. Við sáum nýja danska gamanmynd - Rembrandt - sem segir frá nokkrum brjóstumkennanlegum smákrimmum sem í misgripum stela verðmætu málverki eftir Rembrandt. Við getum vel mælt með henni ef hún ratar í kvikmyndahúsin heima.

Liðið hennar Sóleyjar lék sinn fyrsta deildarleik í gær en því miður gat Sóley ekki verið með vegna meiðsla. Liðið byrjaði tímabilið betur en í fyrri og vann viðureign sína gegn nýliðunum frá Albertslund. Í ár verður ekki aðeins keppt um sæti í úrvalsdeild heldur sæti í nýrri sameinaðri 1. deild. Nú er keppt í tveimur riðlum - vesturriðli með liðum frá Jótlandi og austurriðli þar sem eigast við lið á Sjálandi og Fjóni. Fallbaráttan verður því harðari í ár því sex efstu liðin vinna sér sæti í sameinaðri fyrstu deild en hin fimm "falla" í aðra deild. Þeir sem vilja fylgjast með úrslitum í austurriðli fyrstu deildar geta gert það á þessari síðu.

posted by Thormundur | 23:10
Myndir
Gestabók
Bloggarar
Barnavefir
Greinasafn