::: Voldumvej 80

miðvikudagur, febrúar 11, 2004  

::: Ein tönn farin
Sigurveig missti eina tönn í dag. Hún er því með fallegt skarð í neðri góm. Hún er að vonum stolt stúlka og fannst flottast að draga hana sjálf úr. Ég get lofað því að myndir af tannlausu stelpunni verður sett á netið við fyrsta tækifæri ásamt fleiri myndum. Það er töluverður þrýstingur á myndir ef marka má gestabókina.

Ég fór með tannlausu stúlkuna á tónleika í dag með einni vinsælustu barnastjörnu Dana, Anne Gadegaard, sem vann danska söngvakeppni í anda Eurovision. Hún var með tónleika í verslunarmiðstöðinni Fisketorvet og máttum við þakka fyrir að sjá eitthvað. Smygluðum okkur reyndar inn á veitingastað með útsýni yfir sviðið. Talandi um Eurovision. Sigurveig er upprennandi Eurovision-aðdáandi. Hún heldur mikið upp á "íslenska" lagið sem Danir völdu sem sitt framlag í keppninni í ár. Ég sýndi henni hvernig hægt er að horfa og hlusta á lagið í tölvunni - og síðan hefur hún viljað horfa á það nokkrum sinnum á dag.

posted by Thormundur | 23:09
Myndir
Gestabók
Bloggarar
Barnavefir
Greinasafn