miðvikudagur, janúar 22, 2003
::: Boltinn Best að byrja á því nýjasta. Mínir menn komnir í úrslit í deildabikarkeppninni ensku (Worthington Cup) eftir öruggan sigur á Blackburn í kvöld á útivelli. Liverpool bíður í úrslitum. Þetta er í fyrsta sinn í mörg ár að tvö stórlið mætast á þessum vettvangi. United er enn með á öllum vígstöðvum og verða vonandi sem lengst.
Annars er HM í handbolta aðalmálið í íþróttunum hér í Danmörku - eins og heima. Maður horfir til skiptis á Dani og hlustar á lýsingar á Rás 2 á netinu. Adolf Ingi hafði engan veginn við að segja manni hver skoraði í leiknum gegn Áströlum. Hvernig sem gengur erum við búnir að setja heimsmet. Við munum þó sjá leik Þjóðverja og Íslendinga í beinni á sunnudaginn á þýsku stöðinni ARD 1. Island über alles!
Danir fengu örlítið hjartastopp í gær þegar þeir fylgdust með liði sínu rétt merja Brasilíu eftir að hafa verið þremur undir um miðjan seinni hálfleik. Hneykslunartónninn var auðheyrilegur hjá lýsendum, en bæði þeir og þjálfarinn töldu þó dómarana eiga sök á lélegum leik Dana. Týpískt. Þeir skutu einmitt framhjá úr nokkrum færum Dana!
Við höfum annars fengið það staðfest hjá innfæddum að það eru fleiri þeirrar skoðunar að danskir íþróttafréttamenn og leikmenn séu allt of öruggir með sig. Mönnum finnst að væntingar séu að keyra úr hófi enda hefur verið talað í fullri alvöru um að liðið geti unnið til gullverðlauna á mótinu, í ljósi góðs árangurs á undirbúningstímabilinu. Þeir eru góðir en geta misstigið sig, eins og sýndi sig í gær. Það er auðvitað spurning hvernig Dönum gengur á móti Argentínumönnum í úrslitum!?!
posted by Thormundur |
23:22
|