sunnudagur, febrúar 02, 2003
::: Glæsilegt! Það var allt annað að sjá til íslenska landsliðsins í dag sem tryggði Ólympíusæti með glæsilegum sigri gegn Júgóslövum. Óli Stefáns var ótrúlegur og Gummi Hrafnkels upp á sitt besta. Aðrir stóðu sig vel. Strákarnir voru baráttuglaðir og stöðvuðu Júggana af miklum krafti í vörninni. Júgóslavar gátu reyndar ekki stillt upp tveimur af sínum bestu mönnum en það skiptir engu máli. Við vorum bara miklu betri í dag.
Sem fyrr er hægrihandar skyttustaðan þó vandamál, sérstaklega í ljósi þess að Patti hefur nú meiðst lítillega í tvígang undir lok úrslitakeppni, fyrst á EM í fyrra og núna á HM. Til þess að ná jafnvel enn betri árangri verðum við að geta stillt upp tveimur frambærilegum skyttum á vinstri vængnum. Við verðum að fara að treysta einhverri ungri skyttu fyrir þessari stöðu - með Patta - og æfa hann stíft upp.
Við áttum sjöunda sætið fyllilega skilið og hefðum meira að segja með smá heppni getað náð hærra. Sjöunda sætið er mjög viðunandi og nú er bara að setja stefnuna á pall í Aþenu. Hugsanlegt er að hvorki Danir né Svíar verði með þar, tveir af erfiðustu andstæðingum okkar sálfræðilega, og ljóst að bara önnur þjóðin á möguleika að komast þangað. Aðeins eitt sæti á Ólympíuleikum er eftir til að berjast um - á EM í Slóveníu að ári.
posted by Thormundur |
15:01
|