föstudagur, febrúar 21, 2003
::: Af hverju? Við komum frá Þýskalandi seint á þriðjudagskvöld. Ferðin var í einu orði sagt frábær og eins og við lofuðum - á þýsku - ætlum við að birta ferðasöguna og myndir úr ferðinni sem allra fyrst.
Við Sigurveig fórum annars á leik með mömmu í kvöld. Úrslitin komu því miður ekki á óvart en liðið náði þó að vinna einn kafla í seinni hálfleik 7-0, og þá var Sóley að minnsta kosti inná. Sigurveigu þykir hins vegar fyrst og fremst gaman að hlaupa um í íþróttahúsinu, leika við aðra krakka og fá nammi. Þannig að hún var mjög sátt. Á leiðinni heim gengum við framhjá krá, sem var þéttsetin af fólki. Það væri ekki í frásögur færandi nema vegna þess að Sigurveig spurði mig skyndilega og alveg upp úr þurru: "Af hverju drekkið þið ekki bjór?" og átti auðvitað við mig og mömmu hennar. Ég vissi nú varla hvað ég átti að segja en útskýrði þetta óskiljanlega áhugaleysi eitthvað á þá leið að mér þætti bjór ekkert sérstaklega góður. Hún lét þar við sitja í þetta sinn. Það gerist nú ekki alltaf.
Svo ég þjófstarti aðeins með ferðasöguna kom bjóráhugaleysi einnig við sögu í Þýskalandsferðinni. Hrabbý og Valur höfðu byrgt sig upp af mat, drykk og nammi en ekki trúi ég að þau hafi getað ímyndað sér hve mikið yrði eftir af bjórnum eins og raun bar vitni. Það gekk hins vegar betur á kókbirgðirnar. Framhald í næsta bloggi.
posted by Thormundur |
23:21
sunnudagur, febrúar 16, 2003
::: Viel spaß in Deutschland Es ist sehr toll bei Hrabbý und Valur in Waldbüttelbrünn, Deutschland, zu bleiben. Wir haben viel spaß gemacht! Die geschiechte der reise will später "geblogged" werden. Deutsch muß ich auch wieder lernen. Bis bald!
posted by Thormundur |
22:18
|