miðvikudagur, apríl 02, 2003
::: Nýjar myndir Jæja, þá eru komnar fleiri myndir á myndavefinn. Myndirnar eru teknar í hrinu góðra heimsókna sem við höfum fengið upp á síðkastið hingað á Voldumvej. Drífið ykkur þangað!
posted by Thormundur |
16:47
þriðjudagur, apríl 01, 2003
::: Nostalgíukast Sigurveig hefur neyðst til að vera inni alveg frá því á fimmtudag vegna hlaupabólunnar. Hún er reyndar öll að koma til. Þessa daga höfum við reynt að dunda okkur við ýmislegt, sérstaklega á daginn meðan mamma er í vinnunni. Yfirleitt hefst dagurinn á barnatíma, svo taka við ýmsir leikir og barnatíminn aftur. Síðustu daga höfum við hins vegar alveg gleymt okkur yfir gömlum myndbandsupptökum. Nostalgían hefur ráðið ríkjum. Við erum búin að horfa á myndir frá Mallorca og Portúgal, jólum og páskum, afmælum og ýmsum öðrum skemmtilegum viðburðum.
Við eigum svolítið af myndum frá því hún var nýfædd en annars eru elstu myndir frá sumrinu 2000 þegar við fórum til Mallorca. Það er frábært að horfa á Sigurveigu tala og syngja á þeirri spólu, bara tveggja og hálfs árs. Sigurveigu finnst einna skemmtilegast að horfa á myndir frá afmælunum sínum. Nú er hún svo að horfa á myndir frá síðasta sumri þegar við héldum kveðjupartý fyrir hana í garðinum í Stigahlíð.
Það er ekki laust við það að fjölskyldumeðlimir fái meiri heimþrá við að horfa á þessa myndir. Við læknum hins vegar heimþrána tímabundið í júlí. En það er margt spennandi á dagskrá þangað til. Nú eru til dæmis bara tveir dagar þangað til við förum til Ítalíu!
posted by Thormundur |
17:01
|