::: Voldumvej 80

fimmtudagur, júlí 31, 2003  

::: Komin til baka
Þá erum við komin aftur á Voldumvej eftir frábæra ferð heim til Íslands. Allt er á sínum stað. Það er alltaf gott að koma á heimili sitt aftur þótt maður sakni strax fjölskyldu og vina. Ferðin tókst vel en við komumst jafnframt að því að þrjár vikur væru varla nóg til að hitta alla - svona eftir eitt ár í burtu. Við þökkum kærlega fyrir öll matarboðin, heimsóknirnar, sumarbústaðaferðirnar og alla samveruna.

Það var svolítið sérstakt að koma inn í íbúðina að nýju. Viðarlyktin var sú sama og þegar við fluttum inn fyrir tæpu ári enda allir gluggar búnir að vera lokaðir lengi. Veðrið er afskaplega gott. Hér er algjört sólarlandaveður og erum við strax orðin sveitt í sólinni. Það þarf vart að taka það fram að Sóley fór strax út að hlaupa eftir að við höfðum tekið allt upp úr töskum - hún fór auðvitað hringinn í kringum Damhusengen. Sömuleiðis þarf vart að taka fram að Sigurveig fór beint út að leika og er núna með vinkonu í heimsókn - meðal annars að leika með nýja dótið frá Leifi og Sigurveigu.

Við ættum að vera í aðstöðu til að blogga oftar á næstunni. Annars hefst daglega amstrið strax á morgun. Sigurveig kíkir líklega í stutta heimsókn í skóladagheimilið en hún byrjar í skóla eftir eina viku!

Bestu kveðjur frá Danmörku!

posted by Thormundur | 21:24
Myndir
Gestabók
Bloggarar
Barnavefir
Greinasafn