::: Voldumvej 80

miðvikudagur, ágúst 13, 2003  

::: Meiri hagvöxtur og "betra" veður
Hagvöxtur jókst töluvert í Danmörku í dag. Ástæðan? Jú, Sóley og Þóra fóru saman í verslunarleiðangur í bæinn. Nokkrir pokar voru afrakstur leiðangurins og átti Þóra þó vinninginn með 3 pokum gegn 2. Sem betur fer var flest allt keypt á útsölu. Í þokkabót ákváðum við að láta verða af því að kaupa nýja ryksugu! Peningarnir voru því ryksugaðir af reikningi okkar í dag :-)

Það er líka að frétta að komið er "betra" veður - réttara sagt skaplegra veður. Sólin er horfin tímabundið en von er á henni á föstudag eða laugardag aftur. Hitinn lækkaði nú síðdegis í dag úr um 30 gráðum niður undir 25. Það munar um það. Og fersk gola í kaupbæti. Þetta er í raun veður að mínu skapi. Hitinn og sólin hefur verið næsta óbærileg síðustu daga með tilheyrandi svitabaði og flugnabitum. Og í þessum skrifuðu orðum byrjar að rigna. Ekki vanþörf á.

Bjössi og Þóra eru að koma í mat til okkar í kvöld en þau fara heim á morgun. Bjössi fór í síðasta danska golfið í dag en hann uppgötvaði mjög skemmtilegan golfvöll í Rungsted um daginn og fór aftur í dag. Matarboðið í kvöld er eins konar afmælisboð fyrir Bjössa en eins og fram kom í síðasti bloggi er drengurinn að eldast.

posted by Thormundur | 18:34
Myndir
Gestabók
Bloggarar
Barnavefir
Greinasafn