::: Voldumvej 80

laugardagur, nóvember 22, 2003  

::: Innkaupaleiðangur
Við létum loks verða af því. Fengum lánaðan bíl nágranna okkar og fórum í innkaupaleiðangur í stóru búðirnar, Ikea, Elgiganten, Toys 'R' Us og Føtex. Við slógum nokkrar flugur í einu höggi og nýttum bílinn vel. Í Ikea keyptum við dótakistu handa Sigurveigu, sem lengi hefur staðið til að kaupa í stíl við rúmið hennar. Eitt og annað smálegt og ódýrt fékk að fylgja með - svona til málamynda - en við vorum svo heppin að kistan var seld á hálfvirði.

Því næst héldum við í Elgiganten (Elko) og keyptum afmælisgjöf handa Sigurveigu. Jú, hún var með en okkur tókst að afvegaleiða hana með ýmsum hætti. Hver gjöfin er verður upplýst síðar. Næsti áfangastaður var Toys 'R' Us. Þar náðum við að kaupa minnst fjórar jólagjafir á einu bretti. Þar fengum við líka allt í afmælisveislu Sigurveigar - diska, glös, rör, servíettur og fleira. Í ár verður Braatz-dúkku þema. Loks enduðum við í Føtex til að gera helgarinnkaupin.

Þegar heim var komið varð handlagni heimilisfaðirinn að taka upp verkfæri sín því Sigurveig gat ekki beðið eftir dótakistunni góðu. Svo var dótinu raðað í kistuna eftir kúnstarinnar reglum. Sóley var þá farinn út að hitta Jónu og Sóleyju Grétars - og það endaði þannig að Sigurveig fór ekki að sofa fyrr en um ellefu. Fyrir utan smíðarnar kom í ljós að það er hlaupinn aukinn afmælisspenningur í stelpuna. Við mamma hennar viðurkenndum að við værum búin að kaupa gjöfina hennar og meðan hún var ekki að smíða eða raða í kistuna leitaði hún hátt og lágt í íbúðinni eftir gjöfinni. Hún fann að lokum tvo grunsamlega kassa í plastpökum en ég sagðist ekkert vita. Staðreyndin var að hún hafði fundið gjöfina og nú verð ég að finna nýjan felustað.

posted by Thormundur | 23:41
Myndir
Gestabók
Bloggarar
Barnavefir
Greinasafn