::: Voldumvej 80

fimmtudagur, janúar 15, 2004  

::: Ljúft að vinna Dani
Það er alltaf ljúft að vinna Dani. Ísland yfirspilaði Dani á löngum köflum í handboltalandsleiknum í kvöld. Við horfðum á leikinn í óbeinni og strákarnir okkar stóðu sig mjög vel. Danir afsökuðu sig í bak og fyrir eftir leikinn og fyrir vikið varð sigurinn ljúfari. Þeir sögðust hafa verið svo þreyttir eftir erfiða æfingu í gær, úrslitin hafi ekki verið aðalatriðið og að markmiðið hafi fremur verið að gera tilraunir með eitt og annað í vörn og sókn. Allt klassískar afsakanir.

En það er eitt sem Danir öfunda okkur mikið af - það er Óli Stefáns. Þeir halda hreinlega ekki vatni yfir honum og hrósuðu honum í hvert sinn sem hann ýmist skoraði eitt af sínum níu mörkum eða gaf eina af sínum óteljandi stoðsendingum á línunni. Sannkallaður stórleikur hjá honum. Satt að segja lék allt íslenska landsliðið vel í leiknum en sérlega gaman að sjá að Snorri Steinn og Reynir voru mjög góðir og virðast geta leikið lykilhlutverk á EM eftir viku.

Meira um handbolta og EM síðar.

posted by Thormundur | 23:53
Myndir
Gestabók
Bloggarar
Barnavefir
Greinasafn